Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir og álit á sviði samgöngu- og sveitarstjórnarmála frá 1996 til 1. janúar 2011

Vestmannaeyjabær - Enn um skyldu stjórnvalds til að svara erindum

Oddur Júlíusson 6. janúar 2000 99060013

Brekastíg 7 B 16-8000

900 Vestmannaeyjar

Vísað er til erindis yðar til ráðuneytisins, dagsett 15. desember 1999, þar sem óskað er eftir að ráðuneytið beiti tiltækum ráðum til þess að Vestmannaeyjabær virði þá meginreglu í stjórnsýslurétti að svara skriflegum erindum.

Ráðuneytinu hefur borist afrit af bréfi Vestmannaeyjabæjar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dagsett 23. desember 1999, ásamt fylgigögnum.

Með vísan til framangreinds er ljóst að erindi yðar til ráðuneytisins er einungis hluti af stærra máli sem er þegar til umfjöllunar hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Af þeim sökum telur ráðuneytið ekki tilefni til að aðhafast frekar í því að svo stöddu.

F. h. r.

Húnbogi Þorsteinsson (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum